Nýjársfagnaður 5. janúar

Nýjársfagnaður verður haldinn í Árskógi laugardaginn 5. janúar, og verður húsið opnað kl. 19:30. Samkvæmt upplýsingum Guðmundar St. Jónssonar verður fagnaðurinn með líku sniði og á sl. ári. Ektaréttir munu sjá um matinn, og verður uppistaðan sjávarréttir. Eftir borðhald verður síðan dansleikur þar sem Sérsveitin sér um fjörið. Þá segir Guðmundur að stefnt sé að því að bjóða uppá sætaferðir á Nýjársfagnaðinn. Miðasala er þegar hafin á skrifstofu Sölku-Fiskmiðlunar á annari hæð í Ráðhúsinu.