Nýjar sorptunnur í dreifingu

Á fimmtudaginn hófst vinna við að dreifa nýjum sorptunnum til heimila í Dalvíkurbyggð. Verkið mun taka nokkra daga enda er um að ræða rúmlega 1200 tunnur. Dreifingin hófst á Dalvík og eru íbúar við nokkrar götur búnir að fá nýjar tunnur afhentar. Stefnt er að því að ljúka við dreifinguna í þessari viku. Leiðbeiningabækling, rafhlöðupoka og rafhlöðusafnkassa fá íbúar afhenta þegar komið er með tunnurnar heim til þeirra. Sorphirðudagatali verður svo dreift í öll hús á næstu dögum og eru þar merktir inn sorphirðudagarnir fyrir bæði svörtu og grænu tunnurnar.