Nýburagjafir afhentar í Dalvíkurbyggð

Nýburagjafir afhentar í Dalvíkurbyggð

Í lok árs er hefð fyrir því í Dalvíkurbyggð að sveitarfélagið gefi öllum börnum fæddum það árið nýburagjafir. Síðustu daga ársins ferðast því sveitarstjórinn um allt sveitarfélagið og færir nýjustu íbúum þess gjöf og býður þá þannig velkomna.

Þessi hefð hefur verið við lýði í mörg ár og því verið eitt af síðustu verkefnum ársins hjá sveitarstjóra að hitta nýjustu íbúa sveitarfélagsins og fjölskyldur þeirra.

Á myndinni hitti Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, Jóhann Má Kristinsson og dóttur hans Guðbjörgu Evu sem svaf vært í vagninum á meðan Bjarni afhenti þeim nýburagjöf ársins.