Nýasta nýtt í Comenius

Nýasta nýtt í Comenius

Verkefnið sem nemendur eru nú að leggja lokahönd á er sögupoki.  Hvert land velur sögu til að vinna með og útbýr nemendabók og persónur úr sögunni sem settar er í pokann. Við völdum að vinna með Ástasögu úr fjöllum. Pokinn var saumaður í handmennt og skreyttu krakkarnir hann með myndum úr sögunum. Í pokanum er einnig bókin Ástarsaga úr fjöllum á ensku og einnig á þýsku fyrir skólanna í Belgíu og Þýskalandi. Unnið var með söguna bæði á íslensku og ensku. Nemendur í  5. og 6. bekk hafa unnið klippimyndabækur úr bókinni og litlar orðabækur með orðskýringum úr bókunum. Nemendur í 2., 3., 5. og 6. bekk hafa einnig búið til persónur í smíði sem fara í pokann.

Við tökum með okkur pokana til Ítalíu. Við munum síðan koma með sögupoka frá vinaskólunum þegar við komum til baka. Það verður fróðlegt að sjá hvað leynist í þeim.
Hann Zmajevid er dreki frá Slóveníu sem hefur verið hjá okkur í heimsókn síðan um jól. Krakkarnir í 2. bekk hafa fóstrað hann og hann hefur fengið að upplifa margt skemmtilegt á dvöl sinni hjá okkur. Hann fer nú af landi brott. Við kveðjum hann með söknuði. En við komum síðan heim með nýjan gest. Það verður gaman að sjá hver það verður.