Nýársdansleikur sleginn af

Hætt hefur verið við nýársdansleik sem halda átti í Árskógi næstkomandi laugardag. Að sögn Guðmundar St. Jónssonar sem er í forsvari fyrir nefndinni sem hefur verið að skipuleggja dansleikinn var einfaldlega ekki næg þátttaka. Guðmundur sagði að gengið væri útfrá því að 100 manns þyrfti til að dekka kostnað en um 60 manns höfðu pantað miða í gærkvöldi og þar með ljóst að ekki væri grundvöllur.