Ný rafmagnshleðslustöð fyrir rafbíla opnuð á Dalvík.

Ný rafmagnshleðslustöð fyrir rafbíla opnuð á Dalvík.

Lengi hefur verið skortur á hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Dalvíkurbyggð. Loksins horfir til betri vegar en í hádeginu á föstudaginn s.l. var opnuð ný hleðslustöð við Olís á Dalvík. Það er fyrirtækið Ísorka sem sá um uppsetningu og rekstur á hleðslustöðinni í samstarfi við Olís. Hleðslustöðin er af tegundinni 150Kw Alpitronic Hypercharger en hún hefur 2x CCS tengi og geta því tveir bílar hlaðið í einu, stöðin er með báðar tegundir af hraðhleðslutengjum og geta því allir rafbílar hlaðið á stöðinni. Við hjá Dalvíkurbyggð fögnum þessu framtaki gríðarlega og teljum þetta mikilvægt skref til framtíðar.