Ný gjaldskrá fyrir vatnsveitu í Dalvíkurbyggð

Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar laggði til á fundi sínum þann 18. október að gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkur frá nóvember 2004 skyldi hækka um 16% frá 01. janúar 2007 á eftirtalda liði, tengigjald, mælagjald og aukavatnsskatt. Hækkunin mun vera í samræmi við breytingar á byggingarvísitölu frá nóvember 2004 til október 2006. Á fundi bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 7. nóvember var tillaga umhverfisráðs samþykkt samhljóða.

Nýja gjaldskrá vatnsveitu má nálgast hér.