Ný flotbryggja í Dalvíkurhöfn

Ný flotbryggja í Dalvíkurhöfn

Það fer ekki framhjá þeim sem taka hafnarrúntinn á Dalvík að það er komin ný bryggja í höfnina. Um er að ræða flotbryggju, 20 x 3 m, og er hún einkum hugsuð fyrir hvalaskoðunarbáta. Við tilkomu hennar eykst enn viðleguplássið í Dalvíkurhöfn.
Í framhaldi af þessari framkvæmd verður síðan gengið frá kantinum meðfram smábátahöfninni og lögð gangstétt frá ferjubryggju að bílastæðum við Sunnutún. Sú framkvæmd mun auka mjög á öryggi vegfarenda á þessu svæði, en fjöldi ferðamanna við höfnina eykst með ári hverju.