Nú styttist í Svarfdælska marsinn

Svarfdælskur mars verður haldinn 24. og 25 mars. Á föstudagskvöldið 24. verður heimsmeistaramótið í brús háð að Rimum og ekki seinna vænna að fara að hefja æfingar.

Á laugardaginn 25. mars verður fjölbreytt dagskrá. Myndlistarsýning verður opnuð í Ráðhúsinu kl.15 en þar sýnir Þorri Hringsson verk sín og eru allir velkomnir að opnuninni. Sýningin verður uppi fram yfir miðjan apríl. Klukkan 16 munu síðan rithöfundarnir Þórarinn Eldjárn og Einar Már Guðmundsson lesa úr verkum sínum og spjalla við hlustendur í Bakaríinu. Þangað eru allir velkomnir og fólk hvatt til að nýta sér þetta tækifæri til að heyra í þessum frábæru rithöfundum. .

Klukkan 20.30 mun Karlakór Dalvíkur síðan flytja söngdagskrá að Rimum og að því loknu verður marsinn stiginn fram eftir nóttu.

Takið helgina frá og látið ykkur ekki vanta á þessa frábæru skemmtun þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi!