Norðurorg í Íþróttamiðstöðinni

Norðurorg í Íþróttamiðstöðinni

Í kvöld fer fram söngkeppnin Norðurorg/söngkeppni Samfés í Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar sem er söngkeppni allra félagsmiðstöðva á norðurlandi, félagsmiðstöðvarnar á norðurlandi eru ca.19 talsins og keppast þær um 5 sæti í lokakeppni söngkeppni Samfés sem fer fram í Laugardalshöllinni. Félagsmiðstöðvarnar á norðurlandi skiptast á að halda undankeppnina og í ár fer hún fram í Dalvíkurbyggð. Eftir söngkeppnina er svo ball í Íþróttahúsinu þar sem dj Ingi Bauer mun sjá um að skemmta krökkunum. Búist er við að u.m.þ.b. 500 krakkar af öllu norðurlandi verði á staðnum í kvöld. Við óskum krökkunum góðrar skemmtunar og að sjálfsögðu styðjum við okkar fólk í keppninni sjálfri.