Norðurland á Bikarkeppni FRÍ-Íslandsmet hjá Stefaníu

Norðurland á Bikarkeppni FRÍ-Íslandsmet hjá Stefaníu

Norðurland keppti á Bikarkeppni FRÍ í frjálsum íþróttum aðra helgi ágústmánaðar og var hart barist fram á síðustu grein. Norðuland er sameinað lið UMSE-UFA-UMSS og HSÞ.

Hin 15 ára gamla Stefanía Andersen Aradóttir frá Dalvík setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í meyjaflokki í sleggjukasti með kvennasleggjunni ( 4kg ) og bætti hún það um 1,39 m og kastaði 39,16m.

Af öðrum einstaklingsafrekum má nefna að Evrópumeistaramótsfarinn frá HSÞ Þorsteinn Ingvarsson sigraði í 100m hlaupi, 200m hlaupi og langstökki. Þorsteinn varð annar í þrístökki og 110m grind

Bjartmar Örnuson sigraði nokkuð óvænt í 800m hlaupinu

Hafdís Sigurðardóttir sigraði í langstökki og varð önnur í 100m og 200m

Norðurland keppti í efstu deild og náði eftirfarandi árangri:

Karlarnir urðu í 4 sæti með 65 stig en Ármann/Fjölnir urðu í 3. með 66 stig
Konurnar urðu í 5. sæti með 50 stig

Í heildarstigakeppninni varð Norðurland í 4. sæti með 115 stig en úrslitin urðu eftirfarandi

ÍR 173,0
FH 157,0
Ármann/Fjölnir 135,0
Norðurland 115,0
HSK 97,5
Breiðablik 94,5