Norðrið í Norðrinu sett upp í Danmörku

Íris Ólöf, Forstöðumaður byggðasafnsins Hvols á Dalvík hélt til Óðinsvéa í Danmörku á dögunum og setti uppp Grænlensku sýninguna Norðrið í Norðrinu í glænýju Norðuratlantshafshúsi þar í bæ, en sýningin var áður uppsett á Hvoli. Húsið er afar fallegt og var vel tekið á móti Írisi Ólöfu og sýningunni. Sýningin er sett upp í fallegu rými og kemur hún sérstaklega vel út í húsinu og allir eru ánægðir. Sýningin hefur fengið góða dóma þar úti eins og hægt er að sjá á hlekknum hér fyrir neðan. Eftir sýninguna í Óðinsvé fer sýningin til Tasiilaq á Grænlandi.

www.nordatlantiskhus.dk

www.facebook.com/nordatlantiskhus