Niðurstaða íbúakosninga í Dalvíkurbyggð

Samhliða kosningum í Dalvíkurbyggð um tillögur stjórnlagaráðs var gerð könnun á viðhorfi íbúa til frístundabyggðar í landi Upsa við Dalvík, en deiliskipulag vegna frístundabyggðar þar var samþykkt sl. vor.


1366 voru á kjörskrá í íbúakosningunni og greiddu 675 atkvæði eða 49% íbúa 18 ára og eldri.

Já sögðu 207         Nei sögðu 450
Auðir seðlar voru 17 og 1 ógildur

Bæjarstjórn hafði sett þau mörk að kosningin yrði bindandi ef 66% íbúanna tæki þátt.

720 greiddu atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs eða um 55%.