Niðurgreiðsla ferðakostnaðar fyrir skólafólk

Ákveðið hefur verið að greiða fargjöld skólafólks sem sækir nám á Akureyri niður um kr. 10 þúsund fyrir hvert 40 ferða kort. Skólanemar geta keypt afsláttarkort hjá sérleyfishafa. Ef þeir síðan framvísa kvittun fyrir þeim kaupum og vottorði um skólavist í þjónustuveri Dalvíkurbyggðar fá þeir kr. 10 þúsund endurgreiddar. Hægt er fá slíka niðurgreiðslu í hvert sinn sem kort er keypt, þó ekki oftar en einu sinni í mánuði. Frekari upplýsingar veitir þjónustuver.