Nemendur smíða fuglaskoðunarhús

Nemendur smíða fuglaskoðunarhús

Þessa dagana standa yfir þemadagar í Dalvíkurskóla. Meðal margvíslegra verkefna sem nemendur hafa getað valið sér er smíði fuglaskoðunarhúss sem setja á upp við Hrísatjörn. Kristján Hjartarson hefur forunnið efnið en krakkarnir hafa síðan aðstoðað hann við samsetningu þess.  Krakkarnir hafa unnið hörðum höndum og af feikna áhuga að þessu verkefni enda var búið að reisa veggina strax um hádegi á fyrsta degi. Dalvíkurskóli tók Friðland Svarfdæla í fóstur á síðasta ári og er þetta verkefni svo sannarlega í þeim dúr.

 
Nemendur smíða af kappi