Náttúrusetrið formlegur umsjónaraðili Friðlandsins

Náttúrusetrið formlegur umsjónaraðili Friðlandsins

Byggðaráð Dalvíkurbyggðar samþykkti á fundi sínum 3. apríl sl. drög að samningi við Náttúrusetrið á Húsabakka.  Samkvæmt samningi Umhverfisstofnunar við Dalvíkurbyggð frá 21. feb. sl.sér sveitarfélagið  um umsjón og rekstur Friðlands Svarfdæla og er falin nokkur ábyrgð og verkefni því samfara. Náttúrusetrið mun samkvæmt hinum nýja samningi sjá um þessi verkefni ásamt nokkrum til viðbótar. Á móti greiðir Dalvíkurbyggð Náttúrusetrinu árlega 2.000.000. Gert er ráð fyrir að samningurinn verði endurskoðaður eftir tvö ár og metið hvernig til hefur tekist.

Ekki þarf að orðlengja það að samningur þessi skiptir sköpum fyrir framtíð Náttúrusetursins og áframhaldandi uppbyggingu í Friðlandi Svarfdæla.