Námskeiðið: Borðum okkur til betri heilsu

Langar þig að bæta mataræðið í einföldum skrefum?
Vilt þú vita hvað hollur matur getur gert fyrir heilsuna þína?
Vilt þú fá hugmyndir um fjölbreyttan, góðan og girnilegan mat fyrir fjölskylduna?


Það getur verið flókið að átta sig á því hvað telst heilbrigður lífsstíll. Á þessu námskeiði verða grunnatriðin skoðuð og settar fram tillögur að fyrstu skrefum í átt að hollari mat og betri heilsu.
Námskeiðið verður haldið í félagsheimilinu Árskógi laugardaginn 6. febrúar. Tvö námskeið verða í boði, kl. 13:00 og 16:00 (tekur rúmar 2 klst.)


Skráning fer fram á netfanginu heilsueflandi@dalvikurbyggd.is  eða gislirunar@dalvikurbyggd.is  


Athugið að eingöngu komast 70 manns á hvort námskeið, þið munuð fá svar fljótlega hvort laust sé á námskeiðið þegar þið sendið tölvupóstinn.
Vinsamlegast takið fram nafn og símanúmer við skráningu
Aðgangseyrir er kr. 500.- og greiðist á námskeiðinu (verðum ekki með posa)


Leiðbeinendur eru Erla Gerður Sveinsdóttir læknir og Sólveig Sigurðardóttir ástríðukokkur frá Heilsuborg


Erla hefur starfað um árabil með einstaklingum sem vilja bæta eigin lífsstíl og vinna með þyngdarstjórnun.


Sólveig hefur bætt eigin heilsu með betri lífsstíl og miðlar af reynslu sinni. Hún sýnir hve auðvelt er að elda hollan og góðan mat frá grunni. Hún gefur þátttakendum að smakka holla og gómsæta rétti, gefur góð ráð um tímasparnað og hagkvæmni í eldamennskunni. Síðast en ekki síst leggur hún áherslu á að njóta matarins.


Nánari upplýsingar veitir Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi á netfanginu gislirunar@dalvikurbyggd.is og í síma 460 4900.