Námskeið í förðun og umhirða húðar og kennt að greiða prinsessunum

Förðun og umhirða húðar.

Um erað ræða þrjú skipti 10.nóvember, 12.nóvember og 14. nóvember klukkan 20:00 til 22:30.
Farið verður í grunnþætti almennrar förðunar og kenndar helstu útfærslur og skyggningar kringum augu. Farið verður í litafræðina og ýmis tækniatriði förðunar. Þátttakendum eru kynntar ýmsar leiðir til góðrar umhirðu húðar. Sýnikennsla í förðun og þátttakendur fá að prófa sjálfir. Námskeiðið er ætlað konum á öllum aldri.
Kennt verður í Námsverinu.
Leiðbeinandi: Arnar Símonarson.
Verð: 5000
Tekið við skráningum í síma 4604900 og skráningu lýkur 5. nóvember.


Pabbar, mömmur og prinsessur.

5. nóvember klukkan 17:00-18:30 verður haldið námskeið fyrir mömmur og pabba, ömmur og afa þar sem kennt verður að greiða prinsessunum. Þið mætið með prinsessurnar og lærið hjá Auði og Sögu hvernig á að gera fastar fléttur og fiskifléttur, setja spennur og slaufur, setja upp hár og fleira og fleira.
Kennt í Námsveri eða á Hárverkstæðinu ( fer eftir fjölda).
Leiðbeinendur: Auður Helgadóttir og Saga Árnadóttir.
Verð: 3.500
Tekið við skráningum í síma 4604900 og skráningu lýkur 31. október.


Skyndihjálparnámskeið.

Boðið verður upp á skyndihjálparnámskeið fyrir fyrirtæki og/eða einstaklinga eftir áramót. Leiðbeinandi verður Valur Freyr Halldórsson frá Rauða Krossinum á Akureyri. Nánar auglýst síðar.Upplýsingar veitir Anna Baldvina í síma 4604916.


Tölvunámskeið.

Stefnt er á að halda framhaldsnámskeið í tölvum eftir áramót í samvinnu við Tölvufræðsluna á Akureyri. Nánar auglýst síðar. Upplýsingar veitir Anna Baldvina í síma 4604916.