Nafnasamkeppni fyrir nýjan leikskóla í Dalvíkurbyggð

Nú hefur verið ákveðið að nýr leikskóli taki til starfa í Dalvíkurbyggð eftir sumarfrí leikskólanna í sumar. Í þessum nýja leikskóla verða elstu árgangar leikskólastigsins en skólinn tilheyrir Grunnskóla Dalvíkurbyggðar. Þessi tilhögun er tilraun til þess að auka samfellu á milli leikskóla og grunnskóla. Staðsetning leikskólans er í húsnæði sem áður tilheyrði leikskólanum Fagrahvammi.


Kjörorð þessa leikskóla verða: Hreysti – Hamingja – Hollusta. Helstu áhersluþættir skólans eru náttúran og umhverfismennt, hreyfing og hollusta. En fyrst og fremst snýst allt starf leikskólans um það að skapa börnunum fjölbreytt starf sem byggir á leik og skapandi starfi. Skólinn stefnir markvisst að því að auka þekkingu barna og starfsfólks á umhverfismálum og að skapa börnunum fjölbreytt tækifæri til hreyfinga jafnt innandyra sem utan.


Nú er svo komið að það þarf að finna gott nafn á leikskólann og því óskum við eftir tillögum að nafni.

Reglur um þátttöku:
1. Nafni skal skilað í lokuðu umslagi
2. Ofaní umslaginu skal vera annað umslag þar sem nafn höfundar, heimilisfang, og símanúmer kemur fram.
3. Síðasti dagur til að senda inn tillögur er 6. júlí fyrir kl. 16:00

Tillögur að nafni berist til:

Fræðsluráðs Dalvíkurbyggðar
Ráðhúsi Dalvíkur
620 Dalvík

Nánari upplýsingar veitir Margrét Víkingsdóttir, upplýsinga-og menningarfulltrúi í síma 460 4908 og á netfanginu margretv@dalvik.is .