Nafn á Menningarhúsið - síðustu forvöð

Nú fer hver að verða síðastur að skila inn tillögum að nafni á Menningarhúsið okkar en skilafrestur í nafnasamkeppninni er til 16. mars næstkomandi.

Stefnt er að því að taka Menningarhúsið í Dalvíkurbyggð formlega í notkun 5. ágúst næstkomandi. Menningarhúsið er gjöf Sparisjóðs Svarfdæla til íbúa Dalvíkurbyggðar en Sparisjóðurinn hefur verið öflugur stuðningsaðili menningarstarfs á svæðinu. Markmiðið með reksti hússins er að það verði miðstöð menningarlífs í sveitarfélaginu ásamt því að verða eftirsótt tónleikahús og sýningarsalur. Jafnfram mun Bókasafn Dalvíkur hafa aðsetur sitt í húsinu.


Reglur um þátttöku:
1. Nafni skal skilað í lokuðu umslagi
2. Ofaní umslaginu skal vera annað umslag þar sem nafn höfundar, heimilisfang, og símanúmer kemur fram.
3. Síðasti dagur til að senda inn tillögur er 16. mars

Tillögur að nafni berist til:

Menningarráð Dalvíkurbyggðar
Ráðhúsi Dalvíkur
620 Dalvík

Nánari upplýsingar veitir Margrét Víkingsdóttir, upplýsinga-og menningarfulltrúi í síma 460 4908 og á netfanginu margretv@dalvik.is  

Fyrir utan að eiga heiðurinn af nafninu á Menningarhúsinu fær sigurvegarinn frítt fyrir sig og einn gest á alla auglýsta viðburði í húsinu í eitt ár.