Myndir frá Nýárstónleikum

Myndir frá Nýárstónleikum

Laugardaginn 5. janúar stóð karlakór Fjallabyggðar, undir stjórn Elíasar Þorvaldssonar ásamt Tónlistarskólanum á Tröllaskaga, fyrir nýárstónleikum í Siglufjarðarkirkju. Þar komu fram auk karlakórsins og hljómsveitar; kirkjukórinn, einsöngvarar, hljómsveit undir stjórn Guðmanns Sveinssonar kennara, nemendur 4. bekkjar og nemendur tónlistarskólans.
Kynnir tónleikanna var Þorsteinn Sveinsson sem fór á kostum. Í upphafi flutti Pál Barna Szabo orgelverk eftir Bach.

Óhætt er að segja að tónleikarnir hafi verið hinir glæsilegustu og ákaflega vel undirbúnir. Dagskráin mjög fjölbreitt og skemmtileg. Hljóðmaður var Gunnar Smári Helgason.

Tilkoma tónleikanna var sú að Karlakór Fjallabyggðar hefur æft í húsnæði tónlistarskólans á Siglufirði og vildu þeir halda þessa tónleika til styrktar skólanum í þakklætisskyni. Fjöldi var á tónleikunum og þakkar tónlistarskólinn kærlega fyrir sig, þátttakendum sem og gestum fyrir glæsilega tónleika.

Hér má sjá nokkrar myndir frá tónleikunum.

Frá nýárstónleikumFrá nýárstónleikumFrá nýárstónleikumFrá nýárstónleikumFrá nýárstónleikumFrá nýárstónleikum Frá nýárstónleikumFrá nýárstónleikum