Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar, nýsköpun

Einstaklingar, fyrirtæki og sveitarfélög á svæðum sem hafa orðið fyrir niðurskurði á aflaheimildum er gefinn kostur á því að sækja um styrki til verkefna sem geta elft atvinnulíf þessara svæða. Dæmi um það sem verið er að leita eftir umsóknum í er eftirfarandi: Nýsköpun, þróunarverkefni eða endurnýjun í starfandi fyrirtækjum, sköpun nýrra framtíðarstarfa í sjálfbærum atvinnugreinum.  Áhersla á arðsemi og hve hratt störf skapast og vaxtar- og útrásarskilyrði og hverjir markaðsmöguleikar eru. Við afgreiðslu umsókna verður sérstaklega litið til langtímaáhrifa verkefna, sköpunar nýrra starfa á svæðunum og hversu hratt störfin geta orðið til.  Ekki er um að ræða styrki/hlutafé til menntunar- og rannsóknarverkefna. Dalvíkurbyggð hvetur til umsókna í þennan sjóð og er aðilum velkomið að hafa samband við Frey Antonsson upplýsingafulltrúa freyra@dalvik.is varðandi aðstoð við umsóknir. 

Byggðastofnun hefur umsjón með þessu en einnig er Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar til að gefa upplýsingar til áhugasamra aðila. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér. http://byggdastofnun.is/default/news/motvaegisadgerdir_rikisstjornarinnar_til_eflingar_atvinnuthrounar_og_nyskopunar_2008_og_2009/