Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar, ferðaþjónusta

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita alls 160 milljónum króna til eflingar ferðaþjónustu á þeim svæðum sem verða fyrir aflasamdrætti vegna skerðingar á veiðiheimildum. Verkefnin verði unnin á árunum 2008-2009 og verður styrkurinn greiddur í tvennu lagi, helmingur hvort ár. Seinni greiðslan er háð árangursmælingu í samræmi við ákvæði í umsókn, en hver umsækjandi gerir tillögu að árangursmælikvarða fyrir viðkomandi verkefni. Hámarksstyrkur er 8 milljónir króna. Dalvíkurbyggð hvetur til umsókna í þennan sjóð og er aðilum velkomið að hafa samband við Frey Antonsson upplýsingafulltrúa freyra@dalvik.is varðandi aðstoð við umsóknir. 

Byggðastofnun hefur umsjón með þessu en einnig Ferðamálastofa. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér.  http://www.ferdamalastofa.is/default.asp?cat_id=593