Minnismerki afhjúpuð við byggðasafnið Hvol

Minnismerki afhjúpuð við byggðasafnið Hvol
Byggðasafnið Hvoll

Fiskidagurinn mikli hefur frá upphafi heiðrað einstaklinga eða hópa sem hafa markað spor í atvinnusögu byggðarlagsins og/eða landsins alls. Þeir einstaklingar sem hafa verið heiðraðir hafa fengið viðurkenningargrip en gerð hafa verið minnismerki þegar um fleiri er að ræða svo sem þá sem tóku þátt í síldarævintýrinu og þá sem í gegnum aldirnar stunduðu útræði frá Sandinum. Í dag kl.18:00 verða afhjúpuð við Byggðasafnið Hvol, samræmd og áletruð minnismerki um alla þá sem hafa verið heiðraðir hingað til og eftir hvern fiskidag bætist síðan við. Þannig er verið að skrá þennan hluta atvinnusögu byggðarlagsins.

Íbúar og gestir Dalvíkurbyggðar eru hvattir til að fjölmenna að Byggðasafninu Hvoli í dag klukkan 18:00.