Mín Dalvíkurbyggð - allir reikningar á einum stað

Mín Dalvíkurbyggð - allir reikningar á einum stað

Frá og með 1. júlí 2012 mun Dalvíkurbyggð hætta að senda út reikninga á pappír til viðskiptavina sinna. Reikningarnir munu birtast í vefgátt sem heitir Mín Dalvíkurbyggð og verður aðgengileg í gegnum heimasíðu Dalvíkurbyggðar www.dalvikurbyggd.is  en auðkenni er það sama og fyrir vef Ríkisskattstjóra (www.skattur.is  ).

Um er að ræða alla reikninga sem gefnir eru út af Dalvíkurbyggð, fyrir utan hitaveitureikninga, en unnið er að því að reikningar frá hitaveitu verði aðgengilegir á sama stað. Með tímanum munu allir launaseðlar frá Dalvíkurbyggð einnig birtast þarna inni. Athugið að reikningar frá Hitaveitu og launaseðlar eru aðgengilegir undir rafræn skjöl í heimabankanum.

Með þessum aðgerðum vill sveitarfélagið auka þjónustu við viðskiptavini sína, auka aðgengi þeirra að reikningum sínum sem og draga úr pappírsnotkun, en með Mín Dalvíkurbyggð hafa íbúar og viðskiptavinir aðgang að ofangreindum upplýsingum allan sólarhringinn.

Þeir íbúar sem kjósa að fá reikninga áfram senda til sín á pappírsformi eru vinsamlegast beðnir um að láta vita af því hjá þjónustuveri bæjarskrifstofunnar í síma 460 4900 eða á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is  

Auðkennið er það sama og notað er fyrir aðgang að vef Ríkisskattstjóra www.skattur.is , en það er island.is sem veitir auðkennið.
Á forsíðu www.dalvikurbyggd.is  birtist þessi gluggi: 
smellt er á hann, kennitala og veflykill slegin inn og þá
opnast Mín Dalvíkurbyggð.

Ef einhverjar spurningar vakna um birtingu reikninga vinsamlegast hafið samband í þjónustuver bæjarskrifstofunnar í síma 460 4900, eða á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is  

Ef einhverjar spurningar vakna vegna veflykils vinsamlegast hafið samband við island.is (www.island.is  ) eða þjónustuver Ríkisskattstjóra. Athugið að veflykill er einnig aðgengilegur í heimabankanum undir rafræn skjöl.