Mikið fuglalíf í Friðlandi Svarfdæla um þessar mundir

Um þessar mundir er mikið fuglalíf í Friðlandi Svarfdæla en hingað koma árlega um og yfir 30 fuglategundir og verpa. Þegar keyrt er um þjóðveginn sem liggur í gegnum Friðlandið má sjá fjölmargar tegundir nýrra afkæma og er því beint til vegfarenda að sýna fuglalífinu tillitsemi á ferðum sínum. Hámarkshraði á svæðinu er 90 km en gott er að hægja vel á þegar í friðlandið er komið. Friðlandið var stofnað árið 1972 og hafa fjölmargar fuglategundir komið hingað á hverju ári.