Miðvikudagsganga

Í dag verður krakkaferð umhverfis Stórhólstjörnina á dagskrá. Hvetjum pabba, mömmur, afa og ömmur til að rölta þetta með smáfólkinu sínu. Maggi í Svæði mun fara fyrir hópnum sem leggur af stað frá Dalvíkurkirkju klukkan 17:15. 

Minnt er á gönguviku Dalvíkurbyggðar sem nú stendur yfir. Kynnið ykkur dagskrána á Facebooksíðu félagsins eða á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.