MÍ í frjálsum 11-14 ára

MÍ í frjálsum 11-14 ára

UMSE sendi 33 keppendur á mótið og endaði félagið í 2. Sæti af 19 liðum í heildarstigakeppninni með 296,5 stig sem er besti árangur félagsins í mjög langan tíma. Keppt var í einstaklingskeppni og í liðakeppni en 10 efstu sæti í hverri grein gefa stig (10 stig fyrir 1. sæti- 9stig fyrir 2. sæti og svo koll af kolli). Alls var UMSE  með 5 gull, 4 silfur og 3 brons eftir mótið og komst 43. sinnum í úrslit ( topp 8 ). Ítlerlegir úrslit má finna á bloggsíðu félagsins www.blog.central.is/jonasari  


Hér fyrir neðan má sjá úrslit:

12 ára stelpur
Íslandsmeistarar félagsliða með 64 stig (Monika Rögnvaldsdóttir Samherjum- Thea Imani Sturludóttir- Sigurbjörg Áróra Ásgeirsdóttir Ólafsfirði – Erla Vilhjálmsdóttir Ólafsfirði - Eva Margrét Árnadóttir Smáranum og Katrín Birna Vignisdóttir Smáranum) 

13 ára strákar
Íslandsmeistarar félagsliða með 81 stig (Pálmi Heiðmann Birgisson Samherjum- Heimir Ingi Gretarsson Ólafsfirði- Örn Elí Gunnlaugsson Ólafsfirði- Maciej Magnús Szymkowiak Dalvík)

Báðir þessir flokkar unnu stigakeppnina utanhúss í sumar.

Árangur einstaklinga:

Thea Imani Sturludóttir Umf Smáranum varð Íslandsmeistari í 60m, 800m og hástökki. 2. í langstökki og kúlu

Maciej Magnús Szymkowiak Dalvík, Íslandmeistari í kúlu og 3. í langstökki og hástökki

Guðmundur Smári Daníelsson Samherjum vann silfur í kúlu 11 ára stráka

13 ára strákar Íslandsmeistarar í 4x200m boðhlaupi (Pálmi Heiðmann Birgisson Samherjum- Heimir Ingi Gretarsson Ólafsfirði-Örn Elí Gunnlaugsson Ólafsfirði- Maciej Magnús Szymkowiak Dalvík)

11 ára stelpur unnu til silfurverðlauna í 4x200m boðhlaupi ( Sigrún Sunna Helgadóttir Smáranum- Lotta Karen Helgadóttir Æskunni –Júlíana Björk Gunnarsdóttir Dalvík- Hulda Kristín Helgadóttir Smáranum)

12 ára stelpur unnu síðan til bronsverðlauna í 4x 200m boðhlaupi. ( Monika Rögnvaldsdóttir Samherjum- Erla Vilhjálmsdóttir Ólafsfirði- Katrín Birna Vignisdóttir Smáranum- Thea Imani Sturludóttir Smáranum)