Metþáttaka í Vinnuskólanum sumarið 2023

Metþáttaka í Vinnuskólanum sumarið 2023

Nemendur í vinnuskóla Dalvíkurbyggðar voru 44 í sumar en það er 120% fjölgun frá fyrra ári. Í sumar þá unnu krakkarnir við að fegra bæinn okkar m.a. með því að mála, slá og raka opinn svæði ásamt beðahreinsun og ruslatýnslu. Nemendur aðstoðuð einnig við að gera sveitarfélagið okkar klárt fyrir Fiskidaginn Mikla sem fór fram þann 12.ágús s.l. Hluti af vinnuskólanum er að fá fræðslu um atvinnulífið í sveitarfélaginu. Sem hluti af vinnuskólanum þá fóru 14 nemendur í sjávarútvegsskólann sem er samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri, sveitarfélaga og sjávarútvegsfyrirtækja á Norður- og Austurlandi.

Það er langt síðan vinnuskólinn hefur starfað af þessum krafti líkt og í sumar. Laun nemenda í vinnuskólanum voru hækkuð fyrir sumarið og frábært að sjá hversu margir nemendur nýttu sér hann. Við þökkum krökkunum fyrir frábært starf í sumar og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni.