Menntastoðir - Dreifinám

Nú gefst fólki á Norðurlandi og Vestfjörðum tækifæri til að stunda nám í Menntastoðum með dreifinámsfyrirkomulagi eða fjarfundarbúnaði. Dreifinámið felst í því að enda þótt kennslan fari fram á Akureyri, geta þeir sem búa annars staðar sótt námið í gegnum fjarfundarbúnað í námsverum.

Menntastoðir hefjast 5. nóvember 2010 og lýkur í maí / júní 2011. Námið er ætlað 20 ára og eldri, er á framhaldsskólastigi og gefur um 50 einingar inn í Háskólabrú Keilis.

Námið er skipulagt í samvinnu við símenntunarstöðvar SÍMEY, Farskólann á Norðurlandi vestra, Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Þekkingarnet Þingeyinga.

Frekari upplýsingar má nálgast hér og í síma 460 5720. Skráning fer fram í sama símanúmeri, en henni lýkur 2. nóvember 2010.