Menningarmessa í Dalvíkurbyggð

Menningarmessa verður haldin að Rimum í Svarfaðardal, sunnudaginn 15. okt. og hefst hún kl. 13:00 og stendur til kl.18:00. Þar er öllum starfandi félögum, kórum, klúbbum, hand-og hugverksfólki auk nýbúum og menningarvinum í Dalvíkurbyggð gefinn kostur á að kynna sig og starfssemi sína.

Milli klukkan 15:00 og 17:00 verður dagskrá á sviði þar sem kórar og annað tónlistarfólk úr byggðarlaginu, kemur fram. Þess utan verður lítið svið til hliðar við stóra sviðið,"brúsapallurinn" þar sem óvæntar uppákomur verða hvenær sem er á deginum.

Um 30-35 aðilar hafa tilkynnt um þátttöku og verða með kynningarbása og jafnvel uppákomu á sviði.

Kaffisala verður í mötuneytissal Húsabakka á meðan á messunni stendur.

Fjölmennum að Rimum á sunnudag og kynnum okkur þá starfssemi sem er hér í Dalvíkurbyggð.