Menningar- og listasmiðjan opin

Menningar- og listasmiðjan á Húsabakka hefur nú verið formlega opnuð. Opið er á þriðjudögum kl.14:00 til 17:00 og á fimmtudögum kl. 18:30 til 21:30. Laugardaginn 27. október verður opið frá 13:00-17:00 og verður sá dagur kallaður JÓLIN KOMA en þá verða nokkur námskeið í smáhlutagerð sem tengjast jólunum í gangi allann daginn. Prjónakaffi verður einu sinni í mánuði og í tengslum við það mun verða kynning á því nýjasta í prjónaskapnum, garni og uppskriftum. Í byrjun september sl. var námskeið í nýtingu á villtum sveppum, Heiða Hringsdóttir leiðbeindi þar, mjög góð þátttaka var á námskeiðinu og var mikil ánægju með það. Þeir sem vilja kynna sér starfssemi menningar- og listasmiðjunnar er bent á að tala við Ingibjörgu í síma 466-1526.