Menningar- og listasmiðjan komin á fullt eftir jólafrí

Nú er Menningar- og listasmiðjan á Húsabakka komin á fullt eftir jólafrí. Opnunartími er á þriðjudagskvöldum kl. 19-22 og á fimmtudagskvöldum kl. 19-22.

Ef þig langar að komast í að vinna í tækjum sem þú átt ekki til en kannt að nota þá ættirðu að athuga hvort lausnin er í Menningar -og listasmiðjunni Húsabakka.  Þar eru margskonar smíðatól, bókbandsgræjur, vefstólar, saumavél, prjónavélar og margt annað.

Ef þú ert að brasa eitthvað heima en langar að hafa félagsskap þá er upplagt að koma við hjá okkur.

Mögulegt er fyrir hópa að fá að koma utan venjulegs opnunartíma, upplýsingar um það má fá á opnunartímum.

ALLIR VELKOMNIR