Menningar-og listasmiðjan komin á fullt

Nú er starfsemi Menningar-og listasmiðjunnar komin á fullt eftir jólafrí. Á næstu mánuðum verða í boði fjölbreytt örnámskeið sem öllum er frjálst að sækja. Hvert námskeið stendur yfir aðeins eitt kvöld frá kl. 19:00-22:00 og eru því tilvalin fyrir litla hópa eða saumaklúbba. Menningar og listasmiðja er síðan alltaf opin á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum frá kl. 19:00 til 22:00.

Örnámskeiðin eru þessi:

29. janúar - HEKL
Kennd verða undirstöðuatriði í hekli. Þátttakendur koma með garn og heklunál, þátttökugjald kr. 2.000

10. febrúar - TÁLGAÐ Í TRÉ
Kennd verða undirstöðuatriði í að tálga út, t.d. skeiðar eða ausur. Efni og hnífar á staðnum, þátttökugjald kr. 2.000

19. febrúar - BÚTASAUMUR
Kennd verða undirstöðuatriði í bútasaum og notkun nauðsynlegra áhalda. Efni og áhöld á staðnum,
þátttökugjald kr. 2.500

3. mars - KÖRFUGERÐ
Kennd verða undirstöðuatriði í körfugerð.
Efni á staðnum, þátttökugjald kr. 2.500

24. mars - MIÐALDABÚNINGAR
Hægt verður að sauma strútshettur eða annað.

31. mars og 2. apríl - PÁSKAÞEMA
Föndra páskaskraut efni á staðnum.
Þátttökugjald kr. 2.500

Einnig eru fyrirhuguð örnámskeið í fluguhnýtingum og rennismíði og verða þau auglýst síðar. Ekki þarf að skrá sig fyrirfram nema í miðaldabúningasauminn 24.mars hjá Ingibjörgu í síma 4661526/8684932 fyrir 1.mars 

Allir velkomnir