Margt um að vera í Námsverinu

Í dag hefst 30 tn. réttindanám í námsverinu á Dalvík. 12 skipstjórnarefni eru skráð í námið sem er að stærstum hluta fjarnám í samvinnu við Framhaldsskólann í Vestamannaeyjum og Visku, símenntunarmiðstöðina þar. Mikill áhugi er á pungaprófinu víða um land og er sá áhugi ekki síst tilkominn vegna þess að um næstu áramót taka ný lög gildi og eftir það munu kröfur breytast. Það eru því síðustu forvöð að ná sér í þessi atvinnuréttindi samkvæmt gildandi skipulagi.

Nú er einnig í gangi í námsverinu stórt námskeið fyrir lykilstarfsfólk í fiskiðnaði í samvinnu við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Símey. Það nám gefur 12 framhaldsskólaeiningar. Þá eru í gangi fjögur námskeið í íslensku fyrir útlendinga í samvinnu við Margvís sem sérhæfir sig í kennslu útlendinga.

Núna er verið að auglýsa tölvunámskeið og þegar jólin nálgast taka námskeið mið af því þannig að rétt er að fylgjast með auglýsingum námsversins.