Málþing um skólastefnu

Málþing um skólastefnu í Dalvíkurskóla þann 25. nóvember 2006 milli klukkan 11:00-14:00.

Nú er verið að vinna að skólastefnu fyrir Grunnskóla Dalvíkurbyggðar og er málþingið liður í þeirri vinnu.  Sérstakur stýrihópur, skipaður fulltrúum foreldra, fræðsluráðs, kennara og annars starfsfólks skólanna, ásamt skólastjóra, halda utanum vinnuna.

Fyrirlesarar og skólafólk, sem hefur vakið athygli fyrir störf sín, mun koma og flytja erindi um mál sem mikilvægt er að hyggja að. Þau eru:

  • Hafþór Guðjónsson, lektor KHÍ  - Hugmyndir að baki skólastarfi
  • Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla  - Einstaklingsmiðað nám og fjölbreyttar kennsluaðferðir
  • Auður Stefánsdóttir, skólastjóri Laugalækjaskóla  - Breytt námsmat

Gefinn er tími til fyrirspurna og umræðna. Í hádeginu verður veitt hressing.

Málþingið er öllum opið og íbúar hvattir til að mæta og taka þátt í mótunarferli skólastefnu.