Málþing um ræktarland og nýtingu þess

FramfarafélagDalvíkurbyggðar mun standa fyrir málþingi um ræktarland og nýtingu þess, aðRimum í Svarfaðardal laugardaginn 26. apríl nk. Kl. 13:30.

Mikil umræða hefurverið um ræktarland og nýtingu þess á undarförnum árum. Alls er talið að um 6%af flatarmáli Íslands sé gott ræktunarland. Ónotað ræktunarland hefur ekkertsérstakt verðgildi í samfélaginu, þótt það geti orðið mikils virði íframtíðinni. Nýting lands er að breytast mjög hratt. Sumarbústaðaland er í háuverði einkum þó í nágrenni þéttbýlis. Landeigendur sækjast eðlilega eftir þvíað selja land undir sumarbústaði. Land sem bútað er niður í sumarbústaðalóðirverður aldrei akur eða tún eftir það.

Í kjölfar þess aðjarðir víða um land fara úr ábúð og komast í hendur aðila sem ekki ætla sér aðnýta túnin til hefðbundinna nytja, hafa vaknað spurningar um hvaða aðrirnýtingarmöguleika en til fóðurframleiðslu séu fyrir hendi. Íbúar íDalvíkurbyggð hafa ekki farið varhluta af þessari þróun í byggða- og atvinnumálum,og mörg tún sem flokkast undir góð ræktarlönd standa í sinu og eru ónýtt.

Nú er vinna viðaðalskipulagi fyrir Dalvíkurbyggð á lokastigi og þar er verið að skilgreinalandbúnaðarland og flokkun ræktarland eftir gæðum, með það fyrir augum að setjaákvæði um gott ræktarland.

Um þessi mál ámálþingið að snúast og munu frummælendur sem hafa sérþekkingu á þessu sviðikoma og velta upp möguleikur og tækifærum sem eru í stöðunni og vonandi svaraeftir bestu getu eftirfarandi spurningum:

  • Hvernig á að nytja tún sem standa ónýtt í dag?
  • Eru fleiri möguleikar en að rækta gras og korn?
  • Hvar er æskilegt að rækta skóg  og hvar ekki?
  • Þarf ekki að huga að flokkun ræktarland og tryggja að góðir akrar verði ekki teknir undir óafturkræf  önnur not s.s. frístundabyggð eða stórfelda skógrækt? -

Frummælendur áfundinum verða þau Ingvar Björnsson, jarðræktarráðunautur á Búgarði, og eryfirskrift hans erindis "Flokkun og verndun góðs ræktarlands", Bjarni E.Guðlaugsson, prófessor, og mun hans erindi heita "Ræktarland á Íslandi ogvæntanlegar loftslagsbreytingar" og Hrefna Jóhannesdóttir skógfræðingur áNorðurlandi og starfsmaður á rannsóknarsviði hjá Skórækt ríkisins á Mógilsá.Hennar fjallar um "Jákvætt samspil skógræktar og annarar nytjaræktunar"

Einnig munKristján Hjartarson á Tjörn kynna tillögu að flokkun ræktarlands í tengslum viðvinnu við aðalskipulag Dalvíkurbyggðar, Svana Halldórsdóttir á Melum, segir fráumræðum um ræktarland á Búnaðarþingi og Karl Friðriksson á Grund fjallar umárangur og  reynslu Svarfadælskra bænda af kornrækt undanfarin ár.

Eftirframsöguerindin munu þátttakendur sitja í pallborði og svara spurningum gesta.