Magnús Már Þorvaldsson ráðinn í starf fræðslu- og menningarfulltr

Á 157. fundi bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 6. febrúar samþykkti bæjarstjórn að ráða Magnús Má Þorvaldsson í starf fræðslu- og menningarfulltrúa Dalvíkurbyggðar. Magnús Már er akureyringur og hefur starfað sem fulltrúi fyrir Vopnafjarðarhrepp síðastliðin ár. Þar kom hann meðal annars að félagsmálum, atvinnu- og ferðamálum og íþrótta-, æskulýðs- og menningarmálum svo dæmi séu tekin. Magnús Már er arkitekt að mennt og hefur víðtæka reynslu af sveitarstjórnarmálum og starfaði hann m.a. sem sveitarstjóri á Þórshöfn hér áður fyrr.

Magnús már er kvæntur Dagný Sigríði Sigurjónsdóttir og eiga þau 6 börn.