Lýðræðisvika sveitarfélaga

Bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar býður til kynninga á ýmsum viðfangsefnum sveitarfélagsins á morgun 18. október frá kl. 14 – 17 í Dalvíkurskóla. Á sama tíma verður málþing um lífræna ræktun. 

Dagskrá:

Aðalskipulag. Kynning verður frá kl. 14 á tillögum að nýju aðalskipulagi fyrir Dalvíkurbyggð en umhverfisráð hefur unnið að því undanfarin misseri.

Íþróttahús. Sýndar verða teikningar af nýju íþróttahúsi. Byggingarnefnd íþróttahúss og fulltrúi verktaka kynna verkefnið frá kl. 14. Einnig verða kynnt framtíðaráform um íþróttasvæði og nýtingu Víkurrastar.

Mannréttindastefna. Félagsmálaráð hefur undanfarið unnið að mannréttindastefnu Dalvíkurbyggðar. Fulltrúar úr ráðinu munu kynna stefnuna kl. 14.30 og ræða málin.

Ungmennaráð. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi mun kynna starfsemi ungmennaráða kl. 16 og ræða við gesti um hugsanleg viðfangsefni slíkra ráða.

Málþing um lífræna ræktun. Málþingið er í umsjón Helgu Írisar Ingólfsdóttur, fulltrúa á umhverfissviði og Freys Antonssonar upplýsingafulltrúa frá kl. 15 – 17. Málþingið er auglýst sérstaklega.

Þetta er tækifæri fyrir alla sem vilja kynna sér einhver þau verkefni sem unnið er að í sveitarfélaginu og til að koma á framfæri hugmyndum eða áthugasemdum. Bæði bæjarfulltrúar og nefndamenn viðeigandi fagnefnda verða á staðnum til að kynna verkefnin og eiga skoðanaskipti við ykkur. Það er því gott tilefni til að koma saman í Dalvíkurskóla á laugardaginn bæði til að kynna sér nýmæli í sveitarfélaginu og áform til framtíðar og til að setjast niður með kaffibolla og ræða málin.

Bæjarstjórn Dalvíkubyggðar