Lovísa Lea 6 ára

Lovísa Lea 6 ára

Í dag, 14. apríl er Lovísa Lea 6 ára. Lovísa Lea byrjaði daginn á að búa sér til kórónu og svo var flaggað í tilefni dagsins. Í ávaxtastund bauð hún upp á ávexti og við sungum fyrir hana afmælissönginn, en í lok apríl verður svo haldið sameiginlega upp á afmæli allra apríl-barna. Við öll á Kátakoti óskum Lovísu Leu innilega til hamingju með daginn sinn.