Lokun í Sundlaug Dalvíkur

Sundlaugin verður lokuð í byrjun júní vegna breytinga sem eru áfangi í að taka nýjan inngang íþróttamiðstöðvar í gagnið. Þessi lokun verður nánar auglýst síðar en áætlað er að hún standi 9. júní – 17. júní.

Meðal þess sem þarf að gera er frágangur á lóð í kring um inngang, endanlegur frágangur á inngangi (forsal) og mótttöku/afgreiðslu sem verður flutt úr núverandi rými og suður fyrir turninn. Einnig verður farið í viðgerðir í sundlaug, endurnýjun og samtenging hússtjórnarkerfis og tölva auk þess að eftirlitsmyndakerfi verður endurnýjað og samhæft.
Á sama tíma fara fram þrif og tiltekt í laugarhúsi, auk þess að starfsfólk sækir nauðsynleg námskeið og tekur öryggispróf sundstaða.

Sumaropnun tekur ekki gildi fyrr en lokun lýkur, skv. áætlun er það þá helgin 19. og 20. júní. Í sumar verður opið um helgar frá kl. 10:00 til kl. 19:00. Virka daga verður opið 06:15 til kl. 20:00.