Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar 5. mars kl. 14:00

Lokahátíð stóru upplestrarkeppni Grunnskólanna verður haldin í Ólafsfjarðarkirkju 5. mars klukkan 14:00. Þar lesa nemendur frá Grunnskóla Ólafsfjarðar, Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og Grunnskólanum í Grímsey, alls átta nemendur. Lesnar verða þrjár umferðir,  í fyrstu umferð verða lesnar svipmyndir úr skáldsögunni Leyndardómar ljónsins eftir Brynhildi Þórarinsdóttur, í annarri umferð ljóð eftir Örn Arnarson og í þriðju umferð lesa nemendurnir ljóð að eigin vali. Það er sjöundi bekkur sem tekur þátt í þessari keppni sem er á landsvísu. Foreldrar, afar og ömmur og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta.