Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2006

Þann 8. mars nk. fer fram lokahátíð Stóru upplestrarhátíðarinnar í Dalvíkurkirkju og hefst hátíðin kl. 14:00. Þeir skólar sem taka þátt eru Árskógarskóli, Dalvíkurskóli og Grunnskóli Ólafsfjarðar. Við hvetjum fólk til að mæta en á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk, sem valdir hafa verið úr skólunum, lesa brot úr skáldverki og ljóð. Skáld keppninnar að þessu sinni er Kristín Steinsdóttir og Birgir Svan Símonarson.