Lóðasláttur sumarið 2014

Eins og áður hefur komið fram er stefnt að því að vinnuskólinn sjái ekki um slátt á lóðum íbúa í sumar. Ástæður þess eru m.a. þær að vinnuskólinn hefur ekki komist yfir þau verkefni sem hann þarf að sinna að öðru leyti.

Til að kanna hvort aðrir aðilar, sem hafa verið að taka að sér lóðaslátt í sveitarfélaginu undanfarin sumur, geti bætt við sig slætti eru þeir beðnir að hafa samband við sviðsstjóra á umhverfissviði, Börk Þór Ottósson, í síma 460 4920 eða 864 8373 fyrir 10. maí nk.

Dalvíkurbyggð mun þá í framhaldinu senda út bréf á þá aðila sem hafa fengið slátt frá vinnuskóla með upplýsingum um hvert þeir geta snúið sér til að fá slátt í sumar.

Sláttur fyrir eldri borgara og öryrkja hefur í sumum tilfellum verið niðurgreiddur af Dalvíkurbyggð á undanförnum árum og svo verður áfram.