Lóan og stelkurinn og helsinginn og...

Nú hópast þeir inn farfuglarnir. Lóan kom í dalinn í fyrradag og helsinginn líka. Í gær voru komnir stelkar og einhver sagðist hafa heyrt í hrossagauk. Stokkendur, rauðhöfðar og urtendur hafa sést og sjálfsagt eru fleiri endur mættar á tjarnir og skurði og hvarvetna þar sem þær geta athafnað sig. Enn er þó töluverður ís á vötnum og snjór á túnum. En vorið er komið. Á því er engin vafi.