Litlu jólin á fimmtudaginn

Fimmtudaginn n.k 16. des munum við halda upp á litlu jólin í Dalvíkurkirkju klukkan 13:00 og vonum við að sem flestir sjái sér fært um að taka þátt í þeim með okkur.
Áður en börnin fara svo að tínast í jólafrí viljum við óska öllum börnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir yndislegar samverustundir á árinu sem er að líða.
Hafið það ætíð sem allra best!
Lárey, Harpa, Dóra, Ása, Rósa, Halla, Elín Rós, Elva Bára, Emmi og Bryndís