Listasel í Sigtúni

Nú er formlega búið að samþykkja stofnun á listaseli í Sigtúni, Grundargötu 1. Upphaflega var hugmyndin að hafa þar einnig upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og handverksverslun en fallið var frá þeirri hugmynd og því verður húsnæðið aðeins fyrir þá listamenn sem þar vilja nýta sér aðstöðuna til listsköpunar.

Á síðasta fundi íþrótta-, æskulýðs - og menningarráðs sem haldinn var 14. desember síðastliðinn voru samþykktar úthlutunar - og umgengnisreglur fyrir húsnæðið, sem og gjaldskrá vegna leigu á herbergjum. Nánari upplýsingar um úthlutunar - og umgengnisreglur er að finna undir Fjármála - og stjórnsýslusvið og reglugerðir, en gjaldskrána er að finna undir Stjórnsýsla og gjaldskrár. Einnig er að hægt að smella hér til að sjá úthlutunar- og umgengnisreglur og hér til að skoða gjaldskrá.