Lífið í jólaþorpinu

Lífið í jólaþorpinu

Nú þegar jólin nálgast fara íbúar jólaþorpsins út á torgið neðan við kirkjuna og syngja. Bak við tré sést glitta í jólasvein, sem farinn er að fylgjast með hegðun barna. Sýslumannsfrúin er þegar byrjuð að skreyta jólatréð með rauðum og gulum kúlum. Þegar kvölda tekur eru ljósin á kirkjunni kveikt og ró færist yfir bæinn. Þó eru enn einhverjir á ferðinni enda í nógu að snúast.