Líf og fjör í námsveri SÍMEY á Dalvík

Líf og fjör í námsveri SÍMEY á Dalvík

Um síðastliðna helgi var mikið um að vera í námsveri SÍMEY á Dalvík. Á laugardaginn voru tveir nemendahópar í námsverinu. Annar hópurinn að læra stærðfræði í Menntastoðum og hinn á námskeiði um handverk, hönnun og markaðssetningu, Í trölla höndum.

Í vikunni var tekin í notkun stór kennslustofa í námsverinu og eykur hún möguleika á að hýsa stærri námshópa og bætir þá aðstöðu sem fyrir var.


Þá eru fjarnemar hvattir til að nýta sér lesaðstöðu í námsverinu og nota sér aðstoð sem þar kann að vera fyrir hendi hjá náms- og starfsráðgjafa.

www.simey.is