Leikskólinn Leikbær óskar eftir að ráða leikskólakennara til starfa

Ertu frábær og frjór?
Leikbær er staðsettur í Árskógi sem er í um 10 km. fjarlægð frá Dalvík og 35 km. frá Akureyri. Umhverfi skólans er einstakt, mikil nálægð er við náttúru og sveit. Lögð er áhersla á útikennslu og fjölmenningarlega kennslu. Í leikskólanum er ein aldursblönduð deild, nemendur eru á aldrinum 9 mánaða til 6 ára.

Hæfniskröfur:
Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun.
Hæfni í mannlegum samskiptum.
Metnaður og rík þörf til að ná árangri
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Hreint sakavottorð

Upplýsingar veitir leikskólastjóri, Gitta U. Ármannsdóttir í síma 8498934. Umsóknum ber að skila til Leikbæjar eða á netfangið leikbaer@dalvik.is og verður móttaka staðfest. Hægt er að sjá nánari upplýsingar um skólann á slóðinni http//leikbaer.dalvik.is/
Frá hvaða tíma er ráðið í stöðuna er samkomulagsatriði.

Umsóknarfrestur er til og með 3. ágúst 2010.

Auglýsing